Hér getur þú skoðað og fengið upplýsingar um vöruúrvalið okkar - verði ykkur að góðu

  Korn og grjón eru mikilvægur hluti af góðu mataræði. Heilkorna korn og grjón eru talin sérstaklega holl, því hluti af næringarefnum þeirra liggur ósnortinn í ysta laginu, ólíkt unnum kornum og grjónum þar sem ysta lagið hefur verið fjarlægt ásamt næringarefnum sem þar voru. Til hamingju leggur áherslu á hollari valkostinn, og er með nokkrar gerðir af heilkorna hrísgrjónum, sem bera Norræna Skráargatið vegna hollustu. Auk þess bjóðum við Til hamingju Kúskús (couscous), sem er viðbit ríkt af jurtapróteini, með töluvert af trefjum og nánast fitulaust, og Til hamingju Sagógrjón úr tapíókasterkju, sem er nánast fitulaust, glútenlaust viðbit sem er t.d. vinsælt í Asískri matargerð.

 • Basmati hýðishrísgrjón

  Nettóþyngd 500 g
 • Hýðishrísgrjón, löng

  Nettóþyngd 500 g
 • Hýðishrísgrjón, stutt

  Nettóþyngd 500 g
 • Kúskús (couscous)

  Nettóþyngd 500 g
 • Sagógrjón

  Nettóþyngd 500 g