UM OKKUR

Til hamingju eru hollar matvörur úr náttúrunni fyrir öll tilefni.

Við leggjum höfuðáherslu á hollustu og bragðgæði. Matvælafræðingur okkar fylgist með framleiðslunni og gæðum vörunnar. Hún vinnur að vöruþróun og tryggir að hollusta og bragðgæði séu stöðugt í forgrunni. Hráefnin koma frá viðurkenndum Evrópskum birgjum með virkt gæðaeftirlit.

Verksmiðja og vörumerki Til hamingju er í eigu Nathan & Olsen hf, sem sér jafnframt um heildsölu og dreifingu vörunnar í verslanir um allt land. Nathan & Olsen er með ISO gæðavottun og jafnlaunavottun frá VR, og er jafnan ofarlega á lista yfir fyrirmyndarfyrirtæki landsins.