• Eru Til hamingju vörurnar lífrænar?

  Til hamingju er eins og sakir standa ekki með vottaðar lífrænar vörur, þótt við útilokum ekki þann möguleika síðar.

  Við lítum á það sem okkar hlutverk að bjóða viðurkenndar, hollar og næringarríkar matvörur á verði sem almenningur ræður við. Því miður er verð lífrænna matvöruhráefna gjarnan á bilinu 50-100% hærra en á hefðbundnum hráefnum sömu tegundar. Þess vegna förum við þá leið, að matvælafræðingur okkar velur hreina og holla valkosti, og gætir þess að ávalt séu notuð hollustu matvöruhráefni sem völ er á í hverjum flokki. Við veljum hráefnabirgja af kostgæfni, notum engar erfðabreyttar vörur og notum eingöngu aukefni ef þess gerist brýn þörf, en höldum þá notkun þeirra í lágmarki.

 • Hvar get ég keypt Til hamingju vörur?

  Til hamingju vörur fást í öllum helstu matvöruverslunum landsins.

 • Hvernig tengjast Til hamingju vörur hollari lífsstíl?

  Hollari lífsstíll er að okkar mati hæfileg blanda af hreyfingu, gleðistundum og góðri næringu.

  Til hamingju vörurnar eru náttúrulegar hollustuvörur sem gefa góða næringu.  Við hvetjum fólk til að temja sér hollari lífsstíl, velja Til hamingju vörur, stunda góða hreyfingu og rækta sálina með gleði í hjarta.  Þetta eykur heilbrigði og stuðlar að hamingju.

 • Eru Til hamingju vörurnar vegan?

  Langflestar Til hamingju vörur eru án dýraafurða og flokkast þess vegna sem vegan.

  Fáeinar undantekningar eru frá þessu, t.d. nokkrar gerðir af Til hamingju hollustusnakki sem ekki er vegan vegna þess að það inniheldur súkkulaði (m/mjólk) eða örlítið hunang. Þessar vörur innihalda engar afurðir úr fiski eða kjöti, og henta hefðbundnum grænmetisætum (vegetarian) þótt þær séu ekki vegan.